Innlent

Tuttugu stig í kortunum í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hitakort dagsins er víða rautt og jafnvel fjólublátt.
Hitakort dagsins er víða rautt og jafnvel fjólublátt. Veðurstofa íslands

Íbúar og gestir suðvesturhornsins og Vesturlands mega búa sig undir allt að 20 stiga hita í dag. Þó gæti vottað fyrir þokulofti við sjávarsíðuna, ekki síst austantil, þar sem hitinn verður á bilinu 6 til 11 gráður.

Heilt yfir verður hægur vindur á landinu, víða á bilinu 3 til 8 m/s og léttskýjað. Samkvæmt spákortum Veðurstofunnar snýr vindur sér til suðausturs undir kvöld og þykknar heldur upp um sunnanvert landið með stöku skúrum, en áfram bjart með köflum norðanlands.

Það megi svo búast við austanátt á morgun og gæti vindhraði náð 13 m/s við suðurströndina. Það þykknar upp, verður að mestu skýjað og má gera ráð fyrir rigningu víða. Veðurstofan segir að Norðurland megi þó búast við bjartviðri á morgun. Hitinn verður á bilinu 11 til 18 stig og verður hlýjast á norðausturhorninu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austan 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina. Víða bjartviðri á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum sunnantil og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í innsveitum á Norður- og Vesturlandi.

Á laugardag:

Austan og norðaustan 5-13. Bjart með köflum, yfirleitt þurrt og hiti 10 til 16 stig, en skýjað austantil og heldur svalara.

Á sunnudag:

Norðan 3-10 m/s. Víða bjartviðri og stöku skúrir síðdegis, hiti 11 til 16 stig. Skýjað um landið norðaustanvert og hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag:

Norðvestan 5-10, dálítil rigning og hiti 5 til 10 stig. Skýjað og úrkomulítið um sunnan- og vestantil á landinu og hiti 10 til 16 stig yfir daginn.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir norðlæga átt. Bjart með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 16 stig yfir daginn. Að mestu skýjað á Norður- og Austurlandi og heldur svalara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.