Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við trúnaðarmann starfsmanna álversins í Straumsvík, en þeir urðu af 24 þúsund króna launahækkun í dag þar sem Rio Tinto náði ekki að endursemja um raforkuverð fyrir fyrsta júlí. Trúnaðarráð starfsmanna féllst hins vegar á ósk um mánaðar friðarskyldu í trausti orða fulltrúa álversins um að samningar við Landsvirkjun væru í burðarliðnum.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka hvernig nálgast má stafræn ökuskírteini og ræðum við stjórnarformann Máls og menningar og Forlagsins, sem segir breytingu á eignarhaldi Forlagsins ekki hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra höfunda.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.