Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við trúnaðarmann starfsmanna álversins í Straumsvík, en þeir urðu af 24 þúsund króna launahækkun í dag þar sem Rio Tinto náði ekki að endursemja um raforkuverð fyrir fyrsta júlí. Trúnaðarráð starfsmanna féllst hins vegar á ósk um mánaðar friðarskyldu í trausti orða fulltrúa álversins um að samningar við Landsvirkjun væru í burðarliðnum.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka hvernig nálgast má stafræn ökuskírteini og ræðum við stjórnarformann Máls og menningar og Forlagsins, sem segir breytingu á eignarhaldi Forlagsins ekki hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra höfunda.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×