Þvættuðu milljónir í gegnum snyrtistofuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 22:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Vísir/vilhelm Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira