Fleiri fréttir

Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg

Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg.

Mikill fjöldi eldinga fylgdi lægðinni

Áhugavert er að skoða yfirlit yfir eldingar á Norður-Atlantshafi síðastliðna viku. Ísland er allajafna laust við eldingar en einhverjar breytingar urðu á því undanfarin sólarhring ef marka má eldingakort á vef Veðurstofu Íslands.

Mikið tjón víða um land eftir lægðina

Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið í dag. Fjallað verður um veðrið og afleiðingar þess í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sýknuð fyrir hlutdeild í nauðgun á þroskahamlaðri konu

Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir héraðsdómi. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.

Aldrei á ævinni verið svona hrædd

Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi.

Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins

Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins.

Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi

Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi.

Fjúkandi ferðamenn við Hörpu

Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum.

Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum

Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til.

Gríðarlegir blossar yfir borginni

Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal urðu margir hverjir varir við gríðarmikla blossa sem bárust úr suðri á níunda tímanum í morgun.

Vindmælar gefast upp í óveðrinu

Minnst þrír vindmælar hafa hætt að senda gögn í óveðrinu í morgun. Einn í Hvalfirði, einn á Kjalarnesi og einn undir Eyjafjöllum.

Svona eru aðstæður á Sæbraut í óveðrinu

Óveðrið er nú í hámarki á höfuðborgarsvæðinu og má glögglega sjá að íbúar hafa tekið ráðleggingum almannavarna og halda sig í stórum mæli heima hjá sér framan af degi.

Draugaborgin Reykjavík

Fáir hafa verið á ferli á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna aftakaveðurs sem gengur nú yfir sunnanvert landið.

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.

Sjá næstu 50 fréttir