Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 10:12 Frá Vík í Mýrdal í morgun. Sigurður Sigurbjörnsson Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira