Innlent

71 m/s undir Hafnarfjalli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitarfólk hefur mannað lokunarpósta í morgun.
Björgunarsveitarfólk hefur mannað lokunarpósta í morgun.

Veginum um Hafnarfjall var lokað um miðnætti og það ekki að ástæðulausu. Vegagerðin bjóst við því að þar myndi ríkja „hviðuástand“ í óveðrinu sem gengið hefur yfir sunnanvert landið í dag og óhætt er að segja að að hafi staðist.

Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar hafa hviður undir Hafnarfjalli ítrekað farið yfir 40 m/s frá miðnætti og aðeins orðið sterkari eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þannig mældist hviða upp á 71 m/s við Hafnarfjall klukkan 10:10 í morgun og meðalvindur upp á næstum 30 m/s.

Alls hafa 27 bílar ekið um Hafnarfjall frá miðnætti og ætla má að þar hafi björgunarsveitarfólk verið í meirihluta, sem hafa mannað lokunarpósta á öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina í dag.

Gert er ráð fyrir að veður gangi að mestu niður nú um hádegi og munu vegir landsins opna hver af öðrum eftir því sem líður á daginn.

Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.

Vindhviður fóru yfir 71 m/s við Hafnarfjall á ellefta tímanum. vegagerðin

Tengdar fréttir

62 m/s á Kjalarnesi

Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að aftakaveður gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.