Innlent

Svona eru aðstæður á Sæbraut í óveðrinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn og einn bíll er á götum borgarinnar.
Einn og einn bíll er á götum borgarinnar. Advania

Óveðrið er nú í hámarki á höfuðborgarsvæðinu og má glögglega sjá að íbúar hafa tekið ráðleggingum almannavarna og halda sig í stórum mæli heima hjá sér framan af degi.

Þetta má meðal annars sjá á götum borgarinnar þar sem bílaumferð er með minnsta móti. Strætóferðir liggja niðri framan af degi en staðan verður endurmetin á ellefta tímanum.

Hér að neðan má sjá vefmyndavél á húsi Advania við Sæbraut þar sem fylgjast má með umferðinni í stofngötunni í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.