Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 18:10 Það var afar hvasst í höfuðborginni í dag. Lægðin á morgun verður öllu rólegri. Vísir/Vilhelm Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02