Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir félagsmenn vilja grípa til aðgerða í kjaradeilunni við Ríkið. Vísir/Vilhelm Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja. Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja.
Kjaramál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira