Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir félagsmenn vilja grípa til aðgerða í kjaradeilunni við Ríkið. Vísir/Vilhelm Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja. Kjaramál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja.
Kjaramál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent