Innlent

Mikill fjöldi eldinga fylgdi lægðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rauðu punktarnir sýna eldingar undanfarin sólarhring. Nokkrar voru eflaust sýnilegar íbúum á Suðurlandi.
Rauðu punktarnir sýna eldingar undanfarin sólarhring. Nokkrar voru eflaust sýnilegar íbúum á Suðurlandi. Veðurstofa Íslands

Áhugavert er að skoða yfirlit yfir eldingar á Norður-Atlantshafi síðastliðna viku. Ísland er allajafna laust við eldingar en einhverjar breytingar urðu á því undanfarin sólarhring ef marka má eldingakort á vef Veðurstofu Íslands.

Kortið byggir á nýjustu eldingamæligögnum frá bresku veðurstofunni.

Rauðu punktarnir sína eldingar sem féllu á daginn í dag sem kalla mætti dag hinnar rauðu viðvörunar. Þeir fylgja svo sannarlega lægðinni sem gekk yfir Suðurland og suðvesturhornið í nótt og fram eftir degi í dag.

Náðirðu mynd af eldingu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.