Innlent

Mikill fjöldi eldinga fylgdi lægðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rauðu punktarnir sýna eldingar undanfarin sólarhring. Nokkrar voru eflaust sýnilegar íbúum á Suðurlandi.
Rauðu punktarnir sýna eldingar undanfarin sólarhring. Nokkrar voru eflaust sýnilegar íbúum á Suðurlandi. Veðurstofa Íslands

Áhugavert er að skoða yfirlit yfir eldingar á Norður-Atlantshafi síðastliðna viku. Ísland er allajafna laust við eldingar en einhverjar breytingar urðu á því undanfarin sólarhring ef marka má eldingakort á vef Veðurstofu Íslands.

Kortið byggir á nýjustu eldingamæligögnum frá bresku veðurstofunni.

Rauðu punktarnir sína eldingar sem féllu á daginn í dag sem kalla mætti dag hinnar rauðu viðvörunar. Þeir fylgja svo sannarlega lægðinni sem gekk yfir Suðurland og suðvesturhornið í nótt og fram eftir degi í dag.

Náðirðu mynd af eldingu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.