Fleiri fréttir

Ekki bjartsýnn á að dreginn verði lærdómur

Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa.

Stormur gengur á land seint í nótt

Búast má við hvassviðri eða stormi sunnan- og vestantil á landinu seint í nótt, sums staðar með talsverðri úrkomu. Í dag verður þó hæglætisveður, bjart og kalt.

Útnefndur tengiliður Samherja þögull

Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House.

Tók langan tíma að byggja upp traust

Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli.

Landhelgisgæslan bjargaði fjórum eftir strand

Ekki reyndist unnt fyrir björgunarskip að komast nálægt strandstað frá sjó sökum brims og voru björgunarsveitir þá sendar landleiðina frá norðanverðum Súgandafirði. Landhelgisgæslunni tóks að bjarga áhöfninni, samtals fjórum, um borð í þyrluna.

Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi

Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi á morgun að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, í kvöld.

Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt

Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

Eva Joly segir að dómstólar þurfi að taka mál Samherja til sín

Eva Joly, sérfræðingur í fjármálaglæpum og þingmaður, segir í höndum dómstóla hér á landi, í Namibíu, Angóla og Noregi að leggja mat á viðskiptahætti Samherja. Hún hefur undirbúið sig fyrir mál uppljóstrarans ásamt hópi lögmanna í nokkra mánuði.

Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi

Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins.

Samherjamálið skref fyrir skref

Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi.

Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar.

Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni

Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur.

Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London

Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins.

Vaktin: Samherji í ólgusjó

Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.

„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar

Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi.

Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó

Olíureykur úr miðstöð rafmagnsvagna Strætó bs. á það til að leita inn í farþegarými þegar miðstöðin er í gangi. Vagnstjóri segist hafa fundið fyrir höfuðverk. Strætó segir nýrri tækni fylgja áskoranir. Þrettán kvartanir sagðar hafa borist fyrirtækinu. Nú er beðið eftir búnaði frá Finnlandi til að leysa vandamálið.

Hallinn innan óvissusvigrúms

Ríkissjóður verður rekinn með tæplega tíu milljarða halla á næsta ári sé tekið mið af breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan í þinginu leggur fram fjölmargar tillögur til breytinga.

Lognið á undan storminum

Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun.

Engin sameining nema með öllum

Ölfus hefur þegar hafnað boði Árborgar um viðræður og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er hikandi.

Lækkun framlaga tefur ekki verklok

Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga.

„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“

Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum.

Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.

Sjá næstu 50 fréttir