Innlent

Nýtt neyðarskýli opnað við Grandagarð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík.
Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík. reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnaði í dag nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda.

Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík en þar verður tekið á móti fimmtán einstaklingum. Opnunartími er frá fimm síðdegis til tíu á morgnana alla daga ársins og verða tveir til þrír starfsmenn á vakt í skýlinu hverju sinni að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Neyðarskýli er það þriðja sinnar tegundar á vegum Reykjavíkurborgar en fyrir eru gistiskýlið á Lindargötu og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða krossinn.

Alls verður hægt að taka á móti 45 körlum og 12 konum í neyðarskýlum borgarinnar með tilkomu nýja skýlisins.  Gláma/Kím Arkitektar teiknuðu breytingar á húsinu en Kjölur byggingafélag og Guðmundur Pálsson sáu um framkvæmdir.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem myndatökumaður Stöðvar 2 tók við opnun neyðarskýlisins í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.