Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Strætó segir langflestar ferðir rafmagnsvagna lausar við olíulyktina og farþega almennt ánægða með vagnana. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira