Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 20:16 Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sögðu sig frá rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42