Innlent

Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Píratar óskuðu eftir sérstakri umræðu á Alþingi um spillingu í gærkvöldi í kjölfar fréttaflutnings af meintum lögbrotum Samherja í Afríku.
Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Píratar óskuðu eftir sérstakri umræðu á Alþingi um spillingu í gærkvöldi í kjölfar fréttaflutnings af meintum lögbrotum Samherja í Afríku. wikileaks

Sérstök umræða um spillingu verður  á Alþingi á morgun að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Þetta var ákveðið á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun taka þátt í umræðunum.

Það voru Píratar sem óskuðu eftir því í gærkvöldi að sérstök umræða um spillingu færi fram á Alþingi en það gerðu þeir í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar og Kveiks af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu.

Hefur umfjöllunin vakið mikla athygli og hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingmönnum og ráðherrum.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Vísi að á fundi þingflokksformanna með forseta í kvöld hafi verið ákveðið að umræðan færi fram að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma og síðan yrði lokið við aðra umræðu fjárlaga næsta árs.

Þingfundur hefst klukkan 10:30 á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.