Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar um mútugreiðslur og skattaundanskot fyrirtækisins í Afríkuríkinu Namibíu undanfarin ár hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í gær og í dag. Hefur fréttastofa ítrekað reynt að ná tali af Þorsteini Má í dag en fengið þær upplýsingar að hann muni ekki tjá sig að svo stöddu. Eina sem heyrst hefur frá Samherja eftir að umfjöllun um málið hófst er yfirlýsing sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar skellir Þorsteinn Már skuldinni á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann í málinu, sem var rekstrarstjóri Samherja í Namibíu þar til ársins 2016 þegar hann var rekinn frá fyrirtækinu. Greiðslur til hákarlanna þriggja, eins og þeir Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Sacky Shangala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, hafa verið kallaðir héldu þó áfram eftir að Jóhannes lét af störfum og hafa haldið áfram fram á þetta ár, samkvæmt frétt Stundarinnar.Málið hefur nú þegar dregið dilk á eftir sér í Namibíu. Í dag sögðu þeir Esau og Shangala af sér sem ráðherrar eftir ásakanir um að þeir hafi þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar um mútugreiðslur og skattaundanskot fyrirtækisins í Afríkuríkinu Namibíu undanfarin ár hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í gær og í dag. Hefur fréttastofa ítrekað reynt að ná tali af Þorsteini Má í dag en fengið þær upplýsingar að hann muni ekki tjá sig að svo stöddu. Eina sem heyrst hefur frá Samherja eftir að umfjöllun um málið hófst er yfirlýsing sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar skellir Þorsteinn Már skuldinni á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann í málinu, sem var rekstrarstjóri Samherja í Namibíu þar til ársins 2016 þegar hann var rekinn frá fyrirtækinu. Greiðslur til hákarlanna þriggja, eins og þeir Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Sacky Shangala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, hafa verið kallaðir héldu þó áfram eftir að Jóhannes lét af störfum og hafa haldið áfram fram á þetta ár, samkvæmt frétt Stundarinnar.Málið hefur nú þegar dregið dilk á eftir sér í Namibíu. Í dag sögðu þeir Esau og Shangala af sér sem ráðherrar eftir ásakanir um að þeir hafi þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31