Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar um mútugreiðslur og skattaundanskot fyrirtækisins í Afríkuríkinu Namibíu undanfarin ár hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í gær og í dag. Hefur fréttastofa ítrekað reynt að ná tali af Þorsteini Má í dag en fengið þær upplýsingar að hann muni ekki tjá sig að svo stöddu. Eina sem heyrst hefur frá Samherja eftir að umfjöllun um málið hófst er yfirlýsing sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar skellir Þorsteinn Már skuldinni á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann í málinu, sem var rekstrarstjóri Samherja í Namibíu þar til ársins 2016 þegar hann var rekinn frá fyrirtækinu. Greiðslur til hákarlanna þriggja, eins og þeir Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Sacky Shangala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, hafa verið kallaðir héldu þó áfram eftir að Jóhannes lét af störfum og hafa haldið áfram fram á þetta ár, samkvæmt frétt Stundarinnar.Málið hefur nú þegar dregið dilk á eftir sér í Namibíu. Í dag sögðu þeir Esau og Shangala af sér sem ráðherrar eftir ásakanir um að þeir hafi þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar um mútugreiðslur og skattaundanskot fyrirtækisins í Afríkuríkinu Namibíu undanfarin ár hafa vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í gær og í dag. Hefur fréttastofa ítrekað reynt að ná tali af Þorsteini Má í dag en fengið þær upplýsingar að hann muni ekki tjá sig að svo stöddu. Eina sem heyrst hefur frá Samherja eftir að umfjöllun um málið hófst er yfirlýsing sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar skellir Þorsteinn Már skuldinni á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann í málinu, sem var rekstrarstjóri Samherja í Namibíu þar til ársins 2016 þegar hann var rekinn frá fyrirtækinu. Greiðslur til hákarlanna þriggja, eins og þeir Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Bernhardt Esau, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Sacky Shangala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, og James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, hafa verið kallaðir héldu þó áfram eftir að Jóhannes lét af störfum og hafa haldið áfram fram á þetta ár, samkvæmt frétt Stundarinnar.Málið hefur nú þegar dregið dilk á eftir sér í Namibíu. Í dag sögðu þeir Esau og Shangala af sér sem ráðherrar eftir ásakanir um að þeir hafi þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31