Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júlí 2019 06:00 Seðlabankinn telur birtingu samningsins án forsögu hans geta skert orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira