Innlent

Skúta strandaði við Skerjafjörð

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út.
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út klukkan ellefu í morgun vegna skútu sem hafði siglt í strand. Skútan hafði strandað í Skerjafirði.Illa gekk að staðsetja skútuna en um hálf tólf sást til hennar og voru björgunarbátar komnir að henni nú um hádegisbil. Þeir freista nú þess að koma línu í skútuna.Staðsetning skútunnar er um það bil einni sjómílu utan við Álftanes. Ekki er vitað um skemmdir á skútunni að svo stöddu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.