Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 skoðum við ástæður þess að ein af nýju þyrlum Landhelgisgæslunnar er ekki í flughæfu ástandi. Enn er verið að standsetja aðra sem kom til landsins fyrr í mánuðinum. Því er einungis eins þyrla tiltæk eins og sakir standa.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki vera eignaupptöku á bújöðum að meina auðmönnum að kaupa land. Hann boðar hertar reglur í þessum efnum og segir að ekki hafi verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi fyrr, vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna.

Við segjum líka frá því að ekki hefur tekist að draga úr matarsóun hér á landi þrátt fyrir aukna umræðu. Stjórnvöld og fyrirtæki þurfa að axla meiri ábyrgð og að ekki sé alltaf bara hægt að benda á að einstaklingar beri ábyrgðina að mati Forsvarsmanns Vakandi, samtaka sem vilja stuðla að vitundarvakningu á sóun á mat.

Við kíkjum líka í Árbæjarsafn þar sem ferfætlingar fögnuðu degi Íslenska fjárhundsins sem haldinn er hátaíðlegur í dag.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×