Innlent

Segir laun forstjórans hneyksli

Ari Brynjólfsson skrifar
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Fréttablaðið/Eyþór

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní síðastliðnum neituðu Félagsbústaðir því að eitthvað óeðlilegt hafi verið við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Laun hans hafi verið 1,6 milljónir á mánuði og hafi hann fengið greiddan út uppsagnarfrest og uppsafnað orlof.

Kolbrún segir í bókun sinni á fundi borgarráðs í gær að hún sé orðlaus yfir upphæðinni. „Laun fráfarandi forstjóra Félagsbústaða eru reginhneyksli,“ segir hún í bókun sinni.

Gerir hún skilyrðislausa kröfu um að laun forstjórans verði lækkuð. „Laun viðkomandi sem sinnir þessu starfi þurfa að vera í einhverju samræmi við þann veruleika sem við lifum í.“


Tengdar fréttir

Enginn sérstakur starfslokasamningur við Auðun Frey

Auðun Freyr Ingvars­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.