Innlent

Fjórir bílar skemmdust í Hæðargarði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íbúi við götuna sem Vísir ræddi við segir mikinn viðbúnað í Hæðargarði þessa stundina en unnið er að því að hreinsa upp olíu og brak úr skemmdu bílunum.
Íbúi við götuna sem Vísir ræddi við segir mikinn viðbúnað í Hæðargarði þessa stundina en unnið er að því að hreinsa upp olíu og brak úr skemmdu bílunum. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til vegna áreksturs á gatnamótum Hæðargarðs og Grensásvegar á ellefta tímanum í dag. Svo virðist vera sem ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum er hann ók norður eftir Grensásvegi með þeim afleiðingum að hann hafnaði á kyrrstæðum bílum á bílastæði í Hæðargarði. Fjórir bílar skemmdust; bíll ökumannsins og þrír bílar á stæðinu.

Ennþá er unnið á vettvangi en Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, gerir ráð fyrir að aðgerðum verði lokið upp úr klukkan 11. Þrífa þurfi upp brak úr bílunum og hreinsa upp olíu.

Frá vettvangi. Vísir/vilhelm

Hann segir einhverja hafa verið flutta á slysadeild eftir áreksturinn en hafði ekki nákvæman fjölda. Varðstjórinn gerir þó ekki ráð fyrir að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo að það sé ekki hægt að útiloka fullkomlega.

Guðmundur tekur undir með blaðamanni að árekstur á þessum gatnamótum, sem eru ljósastýrð og umferðarhraði alla jafna ekki mikill, sé óvenjulegur. „En þetta getur alltaf komið fyrir,“ segir Guðmundur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.