Innlent

Spá 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm
Í dag gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir hátt í 19 stiga hita um og eftir hádegi í dag. Hlýjast verður á landinu suðvestantil. Líkur eru á síðdegisskúrum á Suðvesturhorninu seinnipartinn í dag.Norðaustan átt í dag og á morgun 5-13 m/s. Rigning um austanvert landið en bjart með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti víða 12 til 20 stig en 8 til 23 stig við austurströndina. Áfram verður norðaustlæg átt á morgun, skýjað með köflum um sunnan og vestanvert landið og lítils háttar úrkoma í flestum landshlutum.

 

Hiti á landinu er víða 12 til 20 stig.Veðurstofa Íslands

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestantil á landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Austan og norðaustan 5-10. Súld suðaustantil, en síðdegisskúrir á Suðurlandi, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Austanátt og dálítil væta, en lengst af þurrt um landið norðvestanvert. Hiti 7 til 17 stig, svalast við N- og A-ströndina.Á mánudag:Austlæg átt og lítils háttar væta en yfirleitt þurrt vestantil á landinu. Heldur hlýrra.Á þriðjudag:Ákveðin norðaustanátt með rigningu um norðan- og austanvert landið, en annars bjart með köflum og úrkomulítið. Hiti frá 9 stigum fyrir norðan upp undir 20 stig sunnantil.Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt. Rigning fyrir norðan, en lítils háttar úrkoma í öðrum landshlutum. Kólnar lítillega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.