Fleiri fréttir

Land tapast daglega því fjármagn skortir

Landgræðslan getur ekki sinnt nema fáum beiðnum um varnir gegn landbroti á hverju ári. Fjármagn til málaflokksins endurspeglar engan veginn þörfina. Biðlisti yfir aðkallandi framkvæmdir allt í kringum landið lengist ár frá ári.

Vegið að mannréttindum

Líkur eru á að það halli á innflytjendur, segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Hún segir þörf á að gæta að mannréttindum í kjölfar voðaverka í París og að hlúa þurfi að tjáningarfrelsinu alla daga.

Leitarbeiðnum hefur fækkað

Tilfellum þar sem óskað er leitar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að börnum hefur fækkað umtalsvert frá árinu 2010.

Sex unglingsstúlkur staðnar að þjófnaði

Lögreglan handtók sex stúlkur á aldrinum 13 til 15 ára í verslunarmiðstöð í Kópavoginum undir kvöld í gær, þar sem þær voru staðnar að þjófnaði úr nokkrum verslunum.

Akstursþjónusta fatlaðra fær þúsund símtöl á dag

Í minnisblaði frá framkvæmdastjóra Strætó og sviðsstjóra akstursþjónustunnar segir að frá því Strætó tók við akstri fatlaðra fyrir fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík um áramótin hafi að meðaltali borist 980 símtöl á dag frá notendum þjónustunnar

Margir sækja salt og sand

Íbúar Reykjavíkur hafa margir sótt sér salt og sand til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dýralæknaþjónusta talin óviðunandi

Kúabændur í Þingeyjarsýslum eru ósáttir við stöðu dýralæknaþjónustu. Enginn dýralæknir sé með þjónustusamning við Matvælastofnun og dýralækni í órafjarlægð er skylt að taka bakvaktir. „Óviðunandi ástand,“ segir kúabóndi á svæðinu.

Lokaniðurstaða er í lokavinnslu

Umboðsmaður Alþingis lýkur á næstu dögum frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Veiðin glæðist og sílið stærra

Rólegt hefur verið á loðnuveiðum frá því eftir áramót. Þó glæddist yfir veiðum um helgina, að sögn Arnþórs Hjörleifssonar, skipstjóra Lundeyjar NS, skips HB Granda.

Lokuðu á gufustrók úr borholu

Borholu á vinnusvæði Landsvirkjunar við Þeistareyki hefur verið lokað, en hún gaus óvænt háum gufustrók þann 18. desember síðastliðinn.

Leyfum á hreindýr fjölgar

Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári.

Sjá næstu 50 fréttir