Innlent

Fjölmargir hafa sótt sand og salt

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát, en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar.
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát, en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar. Vísir/Anton
Íbúar Reykjavíkur hafa margir sótt sér salt og sand til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum. Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar borgarlandsins, segir þetta í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sandur og salt er til reiðu á hverfastöðvum og verkbækistöðvum Reykjavíkurborgar. Hverfastöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga kl. 7:30 - 17:00 og föstudaga kl. 7:30 -15:25, en verkbækistöðvarnar eru opnar kl. 7:30 - 17:25 mánudaga til miðvikudaga og kl. 7:30 - 15:25 á fimmtudögum og föstudögum.

Hverfastöðvarnar eru staðsettar við Njarðargötu, Jafnaseli, Kjalarnesi, Árbæjarblett og á Klambratúni við Flókagötu.

Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát, en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×