Innlent

Sex unglingsstúlkur staðnar að þjófnaði

Mynd/Vilhelm
Lögreglan handtók sex stúlkur á aldrinum 13 til 15 ára í verslanamiðstöð í Kópavoginum undir kvöld í gær, þar sem þær voru staðnar að þjófnaði úr nokkrum verslunum.

Andvirði þýfisins nam tugum þúsunda króna, að sögn lögreglu. Haft var samband við foreldra stúlknanna og barnavernd var gert viðvart. Megnið af þýfinu komst til skila.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×