Innlent

Málverkið fundið: Þjófurinn hringdi og baðst afsökunar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Núna er ég bara afskaplega glöð og gæti varla verið ánægðari,“segir Sigrún Sigurðardóttir listakona.
„Núna er ég bara afskaplega glöð og gæti varla verið ánægðari,“segir Sigrún Sigurðardóttir listakona.
Málverk í eigu listakonunnar Sigrúnar Sigurðardóttir er fundið. Verkið hafði verið til sýnis á listasýningu í húsnæði Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík eða þar til einn fingralangur rataði þangað inn og hnuplaði því.

Vísir greindi frá málinu á föstudag og í kjölfarið birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af þjófnum. Ekki leið á löngu þar til þjófurinn fannst, eða rúmur sólarhringur. „Aðilinn sem gerði þetta hringdi í mig. Hann hringdi í mig á laugardagsmorgunn, kynnti sig og baðst afsökunar,“ segir Sigrún sem ekki er búin að taka ákvörðun um hvort athæfið verði kært.

Listaverkið sem um ræðir er stærðarinnar mynd af Bessastöðum, en það var rúmt ár í vinnslu. Það er henni afar kært, eða ómetanlegt eins og hún orðar það.

„Núna er ég bara afskaplega glöð og gæti varla verið ánægðari,“ segir hún og bætir við að hún sé þakklát öllum þeim sem veittu henni aðstoð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×