Ríkið sýknað af kröfu olíufélaganna Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2015 15:53 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið og Samkeppniseftirlitið af kröfu fyrrverandi eigenda olíufélaganna um að fella úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins í olíusamráðsmálinu svokallaða. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá þessu á vef sínum. Félögin eru Ker(Essó), Olís og Skeljungur.Olíusamráðsmálið hófst 18. desember árið 2001 þegar lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Skeljungs, Olís og Essó ásamt starfsmönnum samkeppnisstofu og lögðu þar hald á gögn vegna rannsóknar á brotum gegn neytendum með víðtæku og ólögmætu samráði um verðlagningu. Rannsókn málsins tók þrjú ár og tók til samráðs frá árinu 1993 til 2001. Þremur árum síðar sektaði Samkeppnisráð olíufélögum um samtals tvo milljarða og 525 milljónir króna en talið var að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarða króna á samráðinu. Olíufélögin vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í einn og hálfan milljarð króna. Í mars árið 2012 felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var íslenska ríkinu gert að greiða olíufélögunum sektina upp á einn og hálfan milljarð króna til baka. Lá fyrir að olíufélögin hefðu haft með sér ólöglegt samráð en ekki hefði verið hægt að sakfella eða sekta þau þar sem málið hefði bæði verið rannsakað af lögreglu og samkeppnisyfirvöldum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur í hérað og féll dómur í málinu í dag. Tengdar fréttir Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. 9. ágúst 2006 03:30 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Samráðið um svarta gullið Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri. 18. mars 2005 00:01 Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. 21. nóvember 2005 11:39 Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir. 16. febrúar 2007 13:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið og Samkeppniseftirlitið af kröfu fyrrverandi eigenda olíufélaganna um að fella úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins í olíusamráðsmálinu svokallaða. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá þessu á vef sínum. Félögin eru Ker(Essó), Olís og Skeljungur.Olíusamráðsmálið hófst 18. desember árið 2001 þegar lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Skeljungs, Olís og Essó ásamt starfsmönnum samkeppnisstofu og lögðu þar hald á gögn vegna rannsóknar á brotum gegn neytendum með víðtæku og ólögmætu samráði um verðlagningu. Rannsókn málsins tók þrjú ár og tók til samráðs frá árinu 1993 til 2001. Þremur árum síðar sektaði Samkeppnisráð olíufélögum um samtals tvo milljarða og 525 milljónir króna en talið var að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarða króna á samráðinu. Olíufélögin vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í einn og hálfan milljarð króna. Í mars árið 2012 felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var íslenska ríkinu gert að greiða olíufélögunum sektina upp á einn og hálfan milljarð króna til baka. Lá fyrir að olíufélögin hefðu haft með sér ólöglegt samráð en ekki hefði verið hægt að sakfella eða sekta þau þar sem málið hefði bæði verið rannsakað af lögreglu og samkeppnisyfirvöldum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur í hérað og féll dómur í málinu í dag.
Tengdar fréttir Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. 9. ágúst 2006 03:30 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Samráðið um svarta gullið Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri. 18. mars 2005 00:01 Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. 21. nóvember 2005 11:39 Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir. 16. febrúar 2007 13:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. 9. ágúst 2006 03:30
Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10
Samráðið um svarta gullið Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri. 18. mars 2005 00:01
Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. 21. nóvember 2005 11:39
Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir. 16. febrúar 2007 13:59