Innlent

Lögreglan óskar eftir vitni: Ók á stúlku og flúði af vettvangi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ökumaður bif­reiðar­inn­ar sem og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp­inu eru beðnir um að hafa sam­band í síma 444-2200.
Ökumaður bif­reiðar­inn­ar sem og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp­inu eru beðnir um að hafa sam­band í síma 444-2200. vísir/vilhelm
Lög­regl­an á Suður­nesj­um leit­ar vitna að um­ferðaró­happi sem varð um kl.13:15 á sunnudaginn á Græ­nás­braut, til móts við bygg­ingu 1216 á Ásbrú.

Þar var hvítri Toyota Yar­is bif­reið ekið á unga stúlku en hún var að koma úr stræt­is­vagni sem stöðvað hafði við strætó­skýli. Ökumaður bif­reiðar­inn­ar hélt för sinni áfram án þess að huga að stúlk­unni.

Ökumaður bif­reiðar­inn­ar sem og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp­inu eru beðnir um að hafa sam­band í síma 444-2200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×