Ósátt við ásakanir um málamyndahjónaband: „Orðinn mjög leiður á þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2015 09:00 Ezike Cajetan og Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir. Vísir/Gunnar Tæpt ár er síðan Nígeríumaðurinn Ezike Cajetan sótti um dvalarleyfi á Íslandi eftir að hafa gengið að eiga Guðbjörgu Lilju Magnúsdóttur. Þau kynntust á netinu þar sem þau segjast hafa orðið ástfangin og fór svo að Guðbjörg Lilja bauð Ezike til Íslands þar sem þau létu sýslumann gefa sig saman 30. janúar í fyrra. Þriðja febrúar sama ár sótti Ezike um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli hjónabands en tíu mánuðum síðar fékk hann þau svör frá Útlendingastofnun að umsókn hans um dvalarleyfi hefði verið synjað vegna gruns um málamyndahjónaband til að afla Ezike dvalarleyfi. „Ég er orðinn mjög leiður á þessu ferli og það er að verða komið ár síðan ég sótti um dvalarleyfi,“ segir Ezike í samtali við Vísi um málið en hann fól lögmanni sínum að kæra þessa ákvörðun Útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins á þeim grundvelli að rannsóknarskyldu hefði ekki verið fullnægt.Vísir/GunnarÁkvörðunin byggð á viðtali og sambandssögu Lögmaður Ezike er Sigrún Jóhannsdóttir en hún segir Útlendingastofnun byggja þessa ákvörðun sína á viðtali þar sem Ezike og Guðbjörg voru hvort í sínu lagi spurð spurninga um hjónaband þeirra. Þótti Útlendingastofnun misræmi vera í frásögn þeirra. „Það var ekki haft samband við aðstandendur þeirra eða nágranna, né heldur aðra sem mögulega gætu varpað betra ljósi á sambandið,“ segir Sigrún. Þá segir hún Útlendingastofnun horfa til þess að Guðbjörg hafi áður verið gift manni frá Nígeríu og að stofnuninni hafi þótt það grunsamlegt hvað hún var fljót að ganga aftur í hjónaband eftir skilnaðinn. „Þegar fólk kynnist svona í gegnum netið og annar aðilinn er ekki frá evrópska efnahagssvæðinu þá þurfa ákvarðanir að vera teknar hratt svo hann þurfi ekki að fara úr landi, þannig að þau giftu sig mjög fljótt,“ segir Sigrún. Eftir að Útlendingastofnun tilkynnti Ezike að hann fengi ekki dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband fékk hann tveggja vikna frest til andmæla. Sendi Sigrún andmæli fyrir hans hönd þar sem fylgdi rökstuðningur hvers vegna svör þeirra hjóna voru ekki nákvæmlega þau sömu.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Vísir/Stefán„Vissulega kalt í mars“ Voru þau til að mynda spurð hvað þau gerðu eftir að þau höfðu látið sýslumann gefa sig saman og sagði annar aðilinn að þau hefðu átt rólegt kvöld saman en hinn að þau hefðu fengið sér að borða og síðan átt rólegt kvöld saman. Þá voru þau spurð hvenær Ezike hitti fyrst börn Guðbjargar og svaraði Guðbjörg því að það hefði verið í mars árið 2014 en Ezike sagðist ekki muna dagsetninguna en það hefði verið mjög kalt í veðri. „Og það er vissulega kalt í mars,“ segir Sigrún. Ezike verður vísað úr landi haldi ákvörðun Útlendingastofnunar en hann segir þetta ferli hafa reynt mikið á þau hjónin. „Þegar konan mín grætur líður mér illa. Ég er þreyttur hvernig er komið fram við mig og hana,“ segir Ezike.Matskennt hve langt á að ganga Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir stofnunina ekki geta tjáð sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stofnuninni eða æðra settu stjórnvaldi. „Almennt get ég þó sagt að stofnunin fer að stjórnsýslureglum við meðferð mála og sinnir sinni rannsóknarskyldu eins og mælt er fyrir um í þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda. Það hversu langt eigi að ganga við rannsókn mála getur verið matskennt og eðlilegt að spurningar um hversu langt hún nái séu bornar upp við meðferð kærumála,“ segir Kristín. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Tæpt ár er síðan Nígeríumaðurinn Ezike Cajetan sótti um dvalarleyfi á Íslandi eftir að hafa gengið að eiga Guðbjörgu Lilju Magnúsdóttur. Þau kynntust á netinu þar sem þau segjast hafa orðið ástfangin og fór svo að Guðbjörg Lilja bauð Ezike til Íslands þar sem þau létu sýslumann gefa sig saman 30. janúar í fyrra. Þriðja febrúar sama ár sótti Ezike um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli hjónabands en tíu mánuðum síðar fékk hann þau svör frá Útlendingastofnun að umsókn hans um dvalarleyfi hefði verið synjað vegna gruns um málamyndahjónaband til að afla Ezike dvalarleyfi. „Ég er orðinn mjög leiður á þessu ferli og það er að verða komið ár síðan ég sótti um dvalarleyfi,“ segir Ezike í samtali við Vísi um málið en hann fól lögmanni sínum að kæra þessa ákvörðun Útlendingastofnunar til innanríkisráðuneytisins á þeim grundvelli að rannsóknarskyldu hefði ekki verið fullnægt.Vísir/GunnarÁkvörðunin byggð á viðtali og sambandssögu Lögmaður Ezike er Sigrún Jóhannsdóttir en hún segir Útlendingastofnun byggja þessa ákvörðun sína á viðtali þar sem Ezike og Guðbjörg voru hvort í sínu lagi spurð spurninga um hjónaband þeirra. Þótti Útlendingastofnun misræmi vera í frásögn þeirra. „Það var ekki haft samband við aðstandendur þeirra eða nágranna, né heldur aðra sem mögulega gætu varpað betra ljósi á sambandið,“ segir Sigrún. Þá segir hún Útlendingastofnun horfa til þess að Guðbjörg hafi áður verið gift manni frá Nígeríu og að stofnuninni hafi þótt það grunsamlegt hvað hún var fljót að ganga aftur í hjónaband eftir skilnaðinn. „Þegar fólk kynnist svona í gegnum netið og annar aðilinn er ekki frá evrópska efnahagssvæðinu þá þurfa ákvarðanir að vera teknar hratt svo hann þurfi ekki að fara úr landi, þannig að þau giftu sig mjög fljótt,“ segir Sigrún. Eftir að Útlendingastofnun tilkynnti Ezike að hann fengi ekki dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband fékk hann tveggja vikna frest til andmæla. Sendi Sigrún andmæli fyrir hans hönd þar sem fylgdi rökstuðningur hvers vegna svör þeirra hjóna voru ekki nákvæmlega þau sömu.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Vísir/Stefán„Vissulega kalt í mars“ Voru þau til að mynda spurð hvað þau gerðu eftir að þau höfðu látið sýslumann gefa sig saman og sagði annar aðilinn að þau hefðu átt rólegt kvöld saman en hinn að þau hefðu fengið sér að borða og síðan átt rólegt kvöld saman. Þá voru þau spurð hvenær Ezike hitti fyrst börn Guðbjargar og svaraði Guðbjörg því að það hefði verið í mars árið 2014 en Ezike sagðist ekki muna dagsetninguna en það hefði verið mjög kalt í veðri. „Og það er vissulega kalt í mars,“ segir Sigrún. Ezike verður vísað úr landi haldi ákvörðun Útlendingastofnunar en hann segir þetta ferli hafa reynt mikið á þau hjónin. „Þegar konan mín grætur líður mér illa. Ég er þreyttur hvernig er komið fram við mig og hana,“ segir Ezike.Matskennt hve langt á að ganga Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir stofnunina ekki geta tjáð sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stofnuninni eða æðra settu stjórnvaldi. „Almennt get ég þó sagt að stofnunin fer að stjórnsýslureglum við meðferð mála og sinnir sinni rannsóknarskyldu eins og mælt er fyrir um í þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda. Það hversu langt eigi að ganga við rannsókn mála getur verið matskennt og eðlilegt að spurningar um hversu langt hún nái séu bornar upp við meðferð kærumála,“ segir Kristín.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira