Innlent

Strætisvagn með tveimur farþegum endaði utan vegar

Bjarki Ármannsson skrifar
Færð var slæm víða um land í dag vegna veðurs.
Færð var slæm víða um land í dag vegna veðurs. Vísir/Stefán
Strætisvagn á leið á Selfoss með tveimur farþegum um borð fór út af veginum rétt fyrir utan Minniborgir á Suðurlandi á sjöunda tímanum í kvöld. Engin slys urðu á fólki, að því er kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs.

Töluverð hálka og vindur er á svæðinu. Strax var farið í það að sækja farþegana tvo ásamt bílstjóra.


Tengdar fréttir

Öllu morgunflugi aflýst vegna veðurs

Öllu morgunflugi Icelandair til og frá landinu hefur verið aflýst vegna óveðurs, en það hefst á ný um leið og veður batnar. Einnig hefur brottför tveggja véla Wow Air verið frestað til hádegis, í von um að skilyrði leyfi þá flug.

Hætta á flughálku

Óveður er á Reykjanesbraut, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×