Innlent

Margir sækja salt og sand

Íbúar geta sjálfir sótt sand og salt á hverfisstöðvar í Reykjavík.
Íbúar geta sjálfir sótt sand og salt á hverfisstöðvar í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton
Íbúar Reykjavíkur hafa margir sótt sér salt og sand til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sandur og salt er til reiðu á hverfastöðvum og verkbækistöðvum Reykjavíkurborgar. Hverfastöðvarnar eru við Njarðargötu, Jafnasel, á Kjalarnesi, Árbæjarbletti og Klambratúni við Flókagötu. Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát, en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×