Innlent

Veiðin glæðist og sílið stærra

Lundey NS landaði þúsund tonnum á Vopnafirði í gær.
Lundey NS landaði þúsund tonnum á Vopnafirði í gær. mynd/hb grandi
Rólegt hefur verið á loðnuveiðum frá því eftir áramót. Þó glæddist yfir veiðum um helgina, að sögn Arnþórs Hjörleifssonar, skipstjóra Lundeyjar NS, skips HB Granda.

Lundey kom til hafnar á Vopnafirði um miðjan dag í gær með um þúsund tonn. Að sögn Arnþórs er stærðin á loðnunni góð og lítið í henni af átu.

Loðnusjómenn voru í gær að búa sig undir að veður færi versnandi á miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×