Fleiri fréttir

Féll fimmtán metra en gengur óstuddur

Ævar Sveinn Sveinsson féll niður fimm hæðir og lenti á báðum fótum á steinsteyptri stétt í vinnuslysi í febrúar síðastliðnum. Ævar var staðráðinn í að ná fullum bata og nú, fjórum mánuðum síðar, er hann farinn að ganga um óstuddur.

Líf og fjör á sjómannadaginn

Sífellt fleiri eru sammála um að sjávarútvegurinn er mikilvægasta atvinnugrein okkar og um hann þarf að ríkja sátt. Þetta sagði sjávarútvegsráðherra í tilefni sjómannadagsins í dag. Fráfarandi borgarstjóri, Jón Gnarr, tók einnig þátt í hátíðahöldunum og gaf nýju safni Reykvíkinga nafn.

„Netkosningar eru klárlega framtíðin"

Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu.

Fjögurra flokka meirihluti í Reykjavík

Meirihluti verður myndaður í borginni af fjórum flokkum; Samfylkingu, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum og hefjast meirihlutaviðræður á morgun.

Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi

„Við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi," segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima.

Stuð og stemmning á kosningavökum

Kosningavökur voru haldnar víða í gærkvöld. Það var stuð og stemmning og troðfullt út úr dyrum á nær öllum kosningavökum í Reykjavík. Mikil spenna var þó á flestum vígstöðum.

18 stiga hiti á Raufarhöfn

Landsmenn finna nú skýr merki sumarsins, þegar hlý suðlæg átt leikur um landið á þessum fyrsta degi júnímánaðar.

Frambjóðandi vaknaði upp við sprengingar í garðinum sínum

„Við hrukkum bara upp af værum svefni og héldum að eitthvað væri að springa en áttuðum okkur fljótlega að þarna væri um flugelda að ræða,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi eftir árás á heimili hennar í nótt.

Björn og Dagur ætla ræða við aðra flokka

„Þetta er svona sérkennilegri staða en ég átti von á,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa.

„Þetta er snilld“

Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins.

„Höfum alltaf verið opin fyrir flestum kostum“

„Það sem stendur uppúr eftir þessa nótt er virkilega léleg kosningaþátttaka,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík en lengst af leit út fyrir að Píratar myndu ekki ná inn manni. Halldór komst að lokum inn þegar lokatölurnar voru birtar á áttunda tímanum í morgun.

Mögulegir meirihlutar í borginni

Nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í Reykjavík og ljóst er að meirihlutinn er fallinn er hægt að velta fyrir sér mögulegum meirihlutum í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir