Innlent

Talningartómas vinsælastur á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas Hrafn Sveinsson stóð í ströngu í nótt í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Tómas Hrafn Sveinsson stóð í ströngu í nótt í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Mikið líf var á samskiptamiðlinum Twitter í nótt og var kassamerkið #kosningar gríðarlega vinsælt.

Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í gær og voru úrslitin ráðin í öllum sveitarfélögum snemma í morgun.
Það sem einkenndi nóttina voru gríðarlegar sveiflur og þá sérstaklega í Reykjavík.

Talningin gekk ekki snurðulaust fyrir sig í Ráshúsi Reykjavíkur í nótt og var umræðan um framkvæmd hennar töluverð á Twitter.

Tómas Hrafn Sveinsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík, var vinsæll á Twitter og var hann mikið á milli tannanna á fólki. Svo vinsæll að hann fékk viðurnefnið #talningartómas.

Íslendingar voru duglegir að tísta og litu dagsins ljós mörg skemmtileg tíst. Hér að neðan má lesa nokkur vel valin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.