Innlent

Talningartómas vinsælastur á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas Hrafn Sveinsson stóð í ströngu í nótt í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Tómas Hrafn Sveinsson stóð í ströngu í nótt í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Mikið líf var á samskiptamiðlinum Twitter í nótt og var kassamerkið #kosningar gríðarlega vinsælt.

Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í gær og voru úrslitin ráðin í öllum sveitarfélögum snemma í morgun.

Það sem einkenndi nóttina voru gríðarlegar sveiflur og þá sérstaklega í Reykjavík.

Talningin gekk ekki snurðulaust fyrir sig í Ráshúsi Reykjavíkur í nótt og var umræðan um framkvæmd hennar töluverð á Twitter.

Tómas Hrafn Sveinsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík, var vinsæll á Twitter og var hann mikið á milli tannanna á fólki. Svo vinsæll að hann fékk viðurnefnið #talningartómas.

Íslendingar voru duglegir að tísta og litu dagsins ljós mörg skemmtileg tíst. Hér að neðan má lesa nokkur vel valin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.