Innlent

Samstaða tapar 0,1 prósentustigi

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Íslenskt landslag. Myndin tengist frétt óbeint.
Íslenskt landslag. Myndin tengist frétt óbeint. Vísir/Aðsent
A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit tapaði 0,1 prósentustigi milli kosninga 2010 og 2014.

Árið 2010 buðu fram N-listi Framtíðarinnar og A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit.

Þá fóru kosningar svo að N-listi hlaut 165 atkvæði og A-listi hlaut 364 atkvæði. 549 greiddu atkvæði.

Í ár bauð hinn nýstofnaði T-listi Sveitunga fram gegn A-lista.

Sem fyrr greiddu 549 manns atkvæði, en í þetta sinn hreppti Samstaða 360 atkvæði, meðan Sveitungar nældu sér í 166 atkvæði.

Þetta þýðir að Samstaða tapaði 0,1 prósentustigs fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×