Innlent

Líf og fjör á sjómannadaginn

Birta Björnsdóttir skrifar
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag, meðal annars  í Reykjavík, þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá undir merkjum Hátíðar hafsins.

Hetjur hafsins voru venju samkvæmt heiðraðar í tilefni dagsins og hægt var að skoða ýmsa furðufiska við höfnina. Þá léku menn og konur listir sínar í lofti sem og á láði

Sjávarútvegsráðherra segir daginn mikilvægan.

„Mér hefur satt best að segja verið að aukast áhugi fólks á að taka þátt í að taka þátt í hátíðisdögum

sem sem tengjast menningu okkar og mikilvægustu atvinnugreinum okkar eins og sjávarútvegurinn er," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Mér finnst til dæmis núna menn vera meira sammála um að sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein okkar og að við þurfum að ná sátt um hann. Fyrir nokkrum árum voru menn uppteknari af því að rífast um málið, nú finnst mér menn vera meira að einblína á að horfa framá við sem er mjög gott."

Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri í Reykjavík, sigldi til leiks fylktu liði. Hann gaf nýju sameinuðu safni Árbæjarsafns, Landnámssýningarinnar, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Viðeyjar og Sjóminjasafns Reykjavíkur nýtt nafn, en það heitir hér eftir Borgarsögusafn Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×