Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 14:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“ Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira