Innlent

Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ

Randver Kári Randversson skrifar
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóraefni Í-listans, verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóraefni Í-listans, verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Í-listinn hlaut hreinan meirihluta í Ísafjarðarbæ og verður Gísli Halldór Halldórsson næsti bæjarstjóri.

Gísli telur að tvennt skýri þennan árangur Í-listans. „Niðurstaðan er að það fer mikið fylgi frá Í-listanum yfir á Bjarta framtíð, og svo kemur mjög mikið fylgi með mér yfir í Í-listann. Þetta er blanda af því að Í-listinn er núna þverflokkapólitískari heldur en hann hefur nokkru sinni verið, það er mikið af utanflokkafólki. Og síðan persónufylgi, sem fylgir mér.“

Gísli segir það eitt af undirstöðustefnumálum Í-listans að efla og styrkja lýðræðið og stjórnsýsluna, og reyna að gera öllum röddum eins hátt undir höfði og hægt er. 

„Mín fyrstu verk sem bæjarstjóri verða að kynnast ennþá betur starfsfólkinu, sem ég þekki nú margt, og styrkja tengslin við það. Það er auðvitað með því fólki sem Ísafjarðarbær ætlar að vinna bæjarbúum betur.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×