Innlent

Góður gangur í viðræðum í Fjarðabyggð

Ingvar Haraldsson skrifar
Meirhlutaviðræður milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa yfir í Fjarðabyggð.
Meirhlutaviðræður milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa yfir í Fjarðabyggð.
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks, eru bjartsýnir á að núverandi meirihlutasamstarf flokkanna haldi áfram í Fjarðabyggð.

Flokkarnir fengu samanlagt 67 prósenta fylgi og þrjá bæjarfulltrúa hvor. Fjarðalistinn verður því líklega áfram í minnihluta en flokkurinn hlaut einnig þrjá bæjarfulltrúa og 32,8 prósenta fylgi.

Oddvitarnir Jens Garðar og Jón Björn hittust í gær heima hjá móður Jens Garðars, fengu sér vöfflur og kaffi og báru saman stefnuskrár flokkanna.

Jens Garðar gerir ráð fyrir að sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð muni funda síðdegis og fara yfir stöðuna. Í kjölfarið munu oddvitarnir hittast og ræða málin betur.

Páll Björgvin Guðmundsson var óháður bæjarstóri í Fjarðabyggð á síðasta kjörtímabili. Jens Garðar segir að samstarfið við Pál hafi gengið vel. Framhald hans í starfi verður rætt eins og önnur mál í viðræðum oddvitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×