Innlent

„Gæfuspor fyrir íbúa Árborgar“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Breytingarnar sem urðu á pólitísku landslagi í Árborgu voru að Vinstri græn þurrkuðust út og Björt framtíð fékk inn fulltrúa.
Breytingarnar sem urðu á pólitísku landslagi í Árborgu voru að Vinstri græn þurrkuðust út og Björt framtíð fékk inn fulltrúa. vísir/ernir
Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Árborg og heldur sínum fimm bæjarfulltrúum.

„Ég tel það gæfuspor fyrir íbúa Árborgar að hafa valið okkur áfram við stjórn,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum unnið vel saman í fjögur ár. Það heldur bara áfram.“

Framsóknarflokkur og Samfylking halda einnig sínum mönnum í bæjarstjórn. Eina breytingin frá fyrra kjörtímabili er að VG missir sinn mann og Björt framtíð fær einn bæjarfulltrúa.

„Við fundum snemma í baráttunni að það væri ekki mikill meðbyr og ekki mikill áhugi á félagshyggjuhugmyndum okkar,“ segir Andrés Rúnar Ingason, oddviti VG, og bætir við að klofningur í flokknum í síðustu alþingiskosningum hafi mögulega haft áhrif á gengið.

„Okkur vantaði svolítið félagana sem tóku þátt í framboði Regnbogans. Við erum samt heilshugar ákveðin í að halda áfram og safna liði fyrir næstu kosningar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×