Innlent

Guðmundur orðinn skákmeistari

Sveinn Arnarsson skrifar
Skák er vinsæll leikur sem krefst mikillar rökhugsunar.
Skák er vinsæll leikur sem krefst mikillar rökhugsunar. Vísir/Getty
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði á Íslandsmeistaramótinu í skák 2014.

Með frammistöðu sinni tryggði hann sér áfanga að stórmeistaratitli.

Guðmundur var sjöundi í stigaröð keppenda áður en mótið hófst svo að árangur hans kom allflestum í opna skjöldu.

Guðmundur hlaut sex og hálfan vinning í níu skákum, vinningi meira en Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson sem lentu í 2.-3. sæti.

Sex stórmeistarar tóku þátt á mótinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×