Innlent

Sóley vill vinna til vinstri

Randver Kári Randversson skrifar
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, fylgist með kosningasjónvarpi í gær.
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, fylgist með kosningasjónvarpi í gær.
„Það liggur í augum uppi að málefnalegur grundvöllur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks er mjög lítill. Eins og ég hef sagt áður þá vil ég vinna til vinstri, við erum vinstrisinnaður flokkur og við viljum vinna með þeim flokkum sem liggja næst okkur.“

Þetta segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík aðspurð um það hvort hún útiloki samstarf við fleiri flokka en Framsóknarflokkinn.

Eins og fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, útilokar Sóley að fara í meirihlutasamstarf með Framsóknarflokknum.

Sóley segir að hvorki Samfylking né Björt framtíð hafi haft samband við sig í dag og í raun séu engar viðræður um myndun meirihluta hafnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×