Innlent

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Margt var um manninn víðast hvar á landinu, enda fjölbreytt dagskrá í boði. Hetjur hafsins voru venju samkvæmt heiðraðar í tilefni dagsins og hægt var að skoða ýmsa furðufiska við höfnina.

Dagurinn var þó örlítið votur víðast hvar sem setti sérstakan svip á hátíðina en vætan virðist þó ekki hafa sett strik í reikning viðstaddra.

Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, fór á stjá og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Þær má sjá hér að ofan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.