Innlent

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Margt var um manninn víðast hvar á landinu, enda fjölbreytt dagskrá í boði. Hetjur hafsins voru venju samkvæmt heiðraðar í tilefni dagsins og hægt var að skoða ýmsa furðufiska við höfnina.Dagurinn var þó örlítið votur víðast hvar sem setti sérstakan svip á hátíðina en vætan virðist þó ekki hafa sett strik í reikning viðstaddra.Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, fór á stjá og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Þær má sjá hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.