Innlent

Vilji til sameiningar sveitarfélaga kannaður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Kannaður var áhugi íbúa Árborgar á sameiningu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélög í gær. Skoðanakönnunin var framkvæmd samhliða sveitarstjórnarkosningunum á kjörstað, en var hún aðskilin frá þeim og atkvæðum skilað í sér kassa. Niðurstaða er að vænta á morgun. RÚV greinir frá.

Vilji Hvergerðinga, Hrunamanna, Íbúa í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sameiningar sveitarfélaganna var einnig kannaður.

Nágrannasveitarfélögin eru sjö í Árnessýslu; Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×