Innlent

Lögregla aðstoðaði gæsafjölskyldu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði í dag umferð vegna ferðalags gæsapars með unga sína. Lögreglan greip til umferðarstjórnunar á Reykjavíkurvegi / Hafnarfjarðarvegi í Engidal vegna ferðalagsins og sá hún til þess að ekkert henti gæsirnar á göngu þeirra.

Þá kom til átaka á milli sambýlinga í Hlíðahverfi laust eftir hádegisbil í dag. Hnífur var notaður í átökunum og var lögregla kölluð á staðinn. Meiðslin eru talin minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×