Fleiri fréttir

Bæjarstjórinn í fyrsta sæti

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnanesi, er í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna eftir prófkjör flokksins sem fram fór í bænum í dag.

Vilja stærri verkefni í skipasmíði

Skipasmíði er vaxandi atvinnugrein á ný á Íslandi. Vonir standa til að innan fárra ára muni viðhald við íslenska skipaflotann að mestu leyti fara fram á Íslandi.

Verjandi Hannesar segir sannanir skorta

Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla.

Íslenskir jarðborunarmenn á Filipseyjum óhultir

1.200 manns, hið minnsta, fórust þegar að fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar í nótt. Yfirvöld telja að það geti tekið fleiri daga að komast að því hve miklu tjóni fellibylurinn olli í raun. Hópur íslenskra verktaka vinnur á svæðinu sem verst varð úti, en þá sakaði ekki.

Nágrannasamstarf - Aðalræðisskrifstofa opnuð

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk í Grænlandi var formlega opnuð í gær við hátíðlega athöfn að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á Grænlandi af því tilefni og fundaði í gær með forystumönnum grænlensku landsstjórnarinnar.

Eva Longoria vill í pólitík

Leikkonan Eva Longoria, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er nú sögð vera að undirbúa innreið sína í pólitík.

Björgunarsveitir sækja fótbrotinn mann

Björgunarsveitir frá Bolungarvík og Hnífsdal hafa verið kallaðar út til að sækja mann sem fótbrotnaði þegar hann var á göngu við þriðja mann á Snæfjallaströnd.

Ókyrrist á nokkurra ára fresti

Védís Ólafsdóttir, þjóðfræðingur og leiðsögumaður, er ævintýragjörn kona sem útþráin seiðir víða um heim. Þó finnst henni ekkert land fegurra en Ísland. Nú er hún þó stödd í Kína og starfar við leiðsögn skólahópa en klífur kletta í frístundum.

Óttast að 1200 hafi látist

Yfirvöld á Filippseyjum telja að 1200 manns hafi týnt lífi í einum öflugasta fellibyl sem mælst hefur en fellibylurinn, Haiyan, gekk yfir í gær.

Bretar njósnuðu um samninganefnd Íslands í Icesave

Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segir að breska leyniþjónustan hafi njósnað um samninganefnd Ísland í Icesave-málinu. Bretar hafi meðal annars lesið tölvupóst nefndarmanna sem innihélt viðkvæmar upplýsingar.

Karlmaður réðist á ferðamenn

Lögreglan í Reykjavík handtók karlmann á fertugsaldri í Hafnarstæti í nótt en maðurinn hafði ráðist á ferðamenn og unga konu.

Að minnsta kosti 120 taldir af

120 manns, hið minnsta, eru taldir af eftir að fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar í gær. Búast má við að tala látinna muni fjölga.

Einföldun að einblína á kynferðið

Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, er aðeins 35 ára gömul en á að baki lífsreynslu sem fæstir upplifa á 75 árum.

Síðasta bréfið er svo dýrmætt

Hermann Gunnarsson, íþrótta-og fjölmiðlamaður, lét eftir sig sex börn þegar hann lést sviplega fyrr á þessu ári. Þau höfðu hvorki kynni af föður sínum né hvert af öðru framan af en það breyttist eins og systurnar Sigrún, Edda og Eva Laufey lýsa.

Hugsa þarf skipulagsmál upp á nýtt

Breyta verður nálgun í skipulagsmálum, er mat forstjóra Skipulagsstofnunar. Að óbreyttu verða 50 þúsund fleiri bílar innan borgarmarkanna árið 2014. 140 íbúar voru á hektara í Reykjavík 1940. Ný byggð gerir ráð fyrir einum íbúa á hektara.

Aftur á biðlaun með yfir milljón á mánuði

„Berist svar ekki frá bæjarstjóra á næsta fundi bæjarráðs mun undirrituð leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins,“ segir í bókun Guðríðar Arnardóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, sem ítrekað hefur óskað skýringa á störfum sviðsstjóra hjá bænum.

Golfklúbbur vill styrki í 633 milljóna hús

"Núverandi klúbbhús sem upphaflega var söluskáli á Selfossi er löngu sprungið,“ segir í bréfi Golklúbbs Kópavogs og Garðabæjar til sveitarfélaganna þar sem leita er eftir fjárstyrkjum til að hefja hönnum nýs klúbbhúss.

Afmælisþing um Hörð í dag

Í tilefni áttræðisafmælis Harðar Bergmann, rithöfundar og kennara, efna Landvernd og Alda í dag til málþings um þjóðmálabækur Harðar og ný leiðarljós í samfélagsumræðunni.

Leita að kyrkislöngu

Lögreglan leitar tæplega tveggja metra kyrkislöngu á höfuðborgarsvæðinu sem flutt var inn til landsins.

Bretar njósnuðu um Ísland í Icesave deilunni

Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segir að breska leyniþjónustan hafi njósnað um samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Bretar hafi meðal annars lesið tölvupósta nefndarmanna sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar.

Íhuga endurkomu Tvíhöfða

Jón Gnarr borgarstjóri sagði við nemendur í Réttarholtsskóla í morgun að ágætar líkur væru á því að Tvíhöfði snéri aftur.

31 keyrði of hratt á Njarðargötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði 31 ökumann keyra of hratt á Njarðargötu í Reykjavík í dag. Alls var 238 ökutækjum keyrt götuna á þeim tíma sem vaktin stóð yfir.

Ekki í myndinni að rífa Fernöndu á Grundartanga

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar lauk í gærkvöldi störfum sínum í skipinu Fernanda eftir að það var dregið að bryggju á Grundartanga á miðvikudaginn. Faxaflóahafnir vilja ekki hafa skipið lengi á Grundartanga.

Sjá næstu 50 fréttir