Innlent

Innkalla haframjöl frá First Price

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kaupás hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað haframjöl frá First Price. Um er að ræða vöru með best fyrir dagsetningu 2. ágúst 2014.

Aðskotahlutir fundust í þessari vöru og með hliðsjón af neytendavernd hefur varan því verið tekin úr sölu í verslunum Krónunnar, Nóatúns og Kjarval.

Að sögn talsmanns Kaupás fundust mjölflugur í haframjöli frá First Price á heimili viðskiptavinar. Í kjölfarið ákvað Kaupás að innkalla allt haframjöl úr sömu sendingu. Ekki hafa fundist mjölflugur í öðrum vörum af Haframjöli frá First Price.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreinum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×