Innlent

Að minnsta kosti 120 taldir af

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/AFP
120 manns, hið minnsta, eru taldir af eftir að fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar í gær. Búast má við að tala látinna muni fjölga. Samkvæmt upplýsingum frá BBC þá er ástandið afar slæmt í borginni Tacloban en þar hafa yfir 100 manns fundist látnir á götum úti.

Haiyan er einn sterkasti fellibylur sem komið hefur upp að landi. Haiyan er fimmta stigs fellibylur náðu sterkustu kviður hans 380 km/h. Gífurleg úrkoma fylgir fellibylnum og er ástandið á Filipseyjum alvarlegt. Rafmagn fór af stórum þéttbýlissvæðum á eyjunum og fjarskiptasamband víða í lamasessi.

Á síðasta ári gekk fellibylurinn Bopha yfir Filipseyjar og létust þá 1000 manns. Talið er að tala látinna verði meiri í ár.

För Hayian er ekki lokið því hann stefnir nú til Víetnam og mun ná landi á morgun. Yfirvöld í Víetnam hafa rýmt svæði þar sem talið er að fellibylurinn muni valda hvað mestum ursla og eru í viðbragðsstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×