Innlent

BabySam innkallar Venus barnastóla

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Stólarnir eru barna-ömmustólar af gerðinni Venus.
Stólarnir eru barna-ömmustólar af gerðinni Venus.
BabySam hefur ákveðið að innkalla barna-ömmustóla af gerðinni Venus. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins.

Er þetta gert af öryggisástæðum vegna slysahættu sem getur skapast ef stóllinn er tekinn upp á leikslánni með barni í. Bæði geta börn fallið úr stólnum og einnig er talin hætta á að barn geti klemmt sig ef stóllinn veltur fram eða er tekinn upp á leikslánni.

BabySam biður viðskiptavini sína sem keypt hafa Venus ömmustólinn að hætta að nota stólinn og skila honum í verslun BabySam í Mörkinni.

Stólarnir sem um ræðir voru seldir í kössum sem merktir eru BabySam og voru seldir á tímabilinu mars til september 2013. Stólarnir voru sendir í þremur litum, svartur/rauður, svartur/blár og ljósbrúni. Þeir eru merktir „Baby SEAT“ á klofbandinu og eru með leikslá og burðarólum á hliðunum.

BabySam biðst velvirðingar á óþægindum sem kunna að hljótast af þessu.

Nánari upplýsingar veitir BabySam í síma: 568 2200 og á netfanginu babysam@babysam.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×