Lögreglan stöðvaði eins manns rímnapartí Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 16:28 Það er ekki oft sem lögreglan er kölluð til út af kveðskap. Mynd/Stefán „Það er ekki oft sem lögreglan er kölluð til út af kveðskap,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú hafi hins vegar verið raunin einn daginn og fóru tveir fílefldir lögreglumenn á vettvang, sem var fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir töldu sig vera að sinna hefðbundnu hávaðaútkalli, en svo var alls ekki segir í tilkynningunni frá lögreglunni. „Þegar á staðinn var komið fóru þeir inn í íbúð í húsinu, en hávaðaseggurinn var þar innandyra. Hljóðin úr íbúðinni fóru ekki framhjá nokkrum manni og runnu tvær grímur á laganna verði, sem eru samt ýmsu vanir. Þetta voru hljóð sem þeir heyra ekki á hverjum degi, og greinilegt að hér var ekki venjulegt partí í gangi. Reyndar var ekki neinn hefðbundinn gleðskapur í gangi, heldur bara einn maður að kveða rímur,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan segir að kvörtun nágrannanna hafi samt verið fyllilega skiljanleg. „Þetta átti sér stað að næturlagi og maðurinn kvað rímur af miklum þrótti. Hann var því beðinn um að lækka róminn og eins að loka gluggum svona til öryggis. Við svo búið fóru lögreglumennirnir af vettvangi, og bárust ekki frekari kvartanir vegna þessa það sem eftir lifði nætur,“ segir lögreglan að lokum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
„Það er ekki oft sem lögreglan er kölluð til út af kveðskap,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú hafi hins vegar verið raunin einn daginn og fóru tveir fílefldir lögreglumenn á vettvang, sem var fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir töldu sig vera að sinna hefðbundnu hávaðaútkalli, en svo var alls ekki segir í tilkynningunni frá lögreglunni. „Þegar á staðinn var komið fóru þeir inn í íbúð í húsinu, en hávaðaseggurinn var þar innandyra. Hljóðin úr íbúðinni fóru ekki framhjá nokkrum manni og runnu tvær grímur á laganna verði, sem eru samt ýmsu vanir. Þetta voru hljóð sem þeir heyra ekki á hverjum degi, og greinilegt að hér var ekki venjulegt partí í gangi. Reyndar var ekki neinn hefðbundinn gleðskapur í gangi, heldur bara einn maður að kveða rímur,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan segir að kvörtun nágrannanna hafi samt verið fyllilega skiljanleg. „Þetta átti sér stað að næturlagi og maðurinn kvað rímur af miklum þrótti. Hann var því beðinn um að lækka róminn og eins að loka gluggum svona til öryggis. Við svo búið fóru lögreglumennirnir af vettvangi, og bárust ekki frekari kvartanir vegna þessa það sem eftir lifði nætur,“ segir lögreglan að lokum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira